Hún tók vel á móti mér snemma í morgun á Álftanesinu. Enda komið gott veður eftir rokið og rigninguna í gærkvöldi.

Furðuverur á Balaströnd

Á ströndinni við Bala, þar sem Garðabær og Hafnarfjörður mætast á Álftanesinu, eru á þriðja tug furðuvera. Það er aldraður sjómaður og listamaður, Jón Guðmundsson sem hefur verið að hreinsa fjöruna af því drasli sem rekur þarna á land og skapað þessar fínu fígúrur sem standa þarna í Hafnarfjarðarhrauni á Balaströnd. Hraunið kemur frá gosi úr eldstöðinni Búrfelli á Reykjanesi fyrir 7500 árum og hefur runnið 12 km / 7mi langa leið til sjávar.

Garðabær 05/09/2021 09:18 : A7R III / FE 1.8/20mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0