Fyrir 200 árum

Sá fyrir mörgum árum, að íklega hafi um sextíu þúsund búið á Íslandi þegar mest var á Söguöld, fyrir um þúsund árum. Hér bjuggu þá rétt um tíu prósent íbúa Norðurlandanna. Nú náum við ekki einu og hálfu prósenti. Þegar fyrsta manntalið er gert hér, árið 1703, og fyrsta manntalið fyrir heila þjóð, fyrir 320 árum erum við 50.358. Við vorum ögn færri tuttugu árum síðar, 1723, fyrir þrjú hundruð árum búa hér tæplega 44 þúsund manns. Hundrað árum seinna, 1823 hefur íslendingum, þjóðinni fjölgað um fjögur þúsund einstaklinga. Sem er auðvitað ekki neitt. Enda gengu Móðuharðin yfir landið á seinni hluta átjándu aldar. Fyrir hundrað árum, 1923, búa hér 96 þúsund manns, landsmönnum hafði fjölgað um rúmlega helming á heilli öld. Þremur árum síðar náum við 100 þúsund íbúum. Árið 1968, nær íbúatalan 200 þúsund, og 2007 förum við yfir 300 þúsund. Nú telur þjóðin tæplega 400 þúsund, og eftir fimmtíu ár, verðum við fleiri. Jafnvel helmingi fleiri. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Árbæjarsafn til að sjá og upplifa gamla tíma til að skreyta þessa grein. 

Árbæjarsafn 

Árbæjarsafn 

Árbæjarsafn 

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík 09/12/2023 –  A7R IV : FE 1.8/20mm GÁrbæjarsafn