Skógafoss í maí

Fyrstu sex

Fyrstu sex mánuðir árins 2024 – frá janúar til júlí, hálft ár – voru nokkuð kaldir um allt land. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins var 3,2 stig, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Það raðar þessu hálfa ári í það 64. hlýasta í 154 ára samfelldri sögu veðurathuguna í höfuðborginni, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Fyrir norðan, á Akureyri, var meðalhitinn 0,8 gráðum kaldari en meðaltal síðustu þrjátíu ára, en meðalhitinn fyrstu sex mánuði ársins var 2,0 gráður á Akureyri. Heildarúrkoma hér sunnan heiða, í Reykjavík, mældist 353,6 mm, sem er 85% af meðalúrkomu síðustu ára. Úrkoman norðanlands á Akureyri var aftur á móti 296,7 mm sem er þriðjungi meira en meðaltal síðustu þrjátíu ára. Það sem aftur á móti var mjög óvenjulegt var norðanhretið sem kom yfir norðurland í byrjun júní. Þá mældist mesta snjódýpt sem vitað er um í júní, fyrr og síðar. Snjódýptin í Vaglaskógi mældist 43 cm, og á Grímsstöðum á Fjöllum 32 cm – í júní, þegar á að vera komið sumar!

Mývatn í mars
Reykjavík í febrúar
Raufarhöfn í maí
Strokkur við Geysi í Haukadal, júní
Akureyri, júnínótt
Goðafoss í apríl

Ísland 05/07/2024 : A7R III, RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0