Harpa okkar stærsta tónleikahöll

Gefum hljóð 

Tónlist er einstök, listform sem gleður, breytir stemningu, býr til stemningu. Á vef RÚV, Ríkisútvarpsins var ansi góð samantekt um mest spiluðu lög í lýðveldinu á nýliðnu ári. Sumt kom á óvart, annað gladdi, eins og hve íslensk tónlist stendur styrkum fótum. Við hlustum á íslenska tónlist, í bland við það besta og vinsælasta, sem er frábært. Rúmlega helmingur 30 mest spiluðu laga í íslensku útvarpi er með og eftir íslenska flytjendur. Sama á við stærstu streymisveiturna Spotify, en 16 af 30 mest spiluðu lögum voru íslensk. 

 

Þetta eru mest spiluðu lögin í íslensku útvarpi árið 2023, og hér er átt við allar helstu útvarpsstöðvar landsins. 

1 Ed Sheeran Eyes Closed Atlantic
2 Dua Lipa Dance The Night Warner Records
3 Diljá Power (Diljá) Ríkisútvarpið
4 Emmsjé Gauti Þúsund hjörtu Emmsje ehf
5 GDRN Parísarhjól GDRN ehf.
6 Loreen Tattoo Universal Music AB
7 Júlí Heiðar, Kristmundur Axel Ég er Júlí Heiðar
8 David Guetta feat. Anne-Marie & Coi Leray Baby Don’t Hurt Me Warner Music
9 Klara Elias Nýjan stað Klara Elias
10 Páll Óskar & Doctor Victor Galið gott Alda Music

 

Þetta eru tíu mest streymdu lögin á Spotify á Íslandi 2023

1 Miley Cyrus Flowers Columbia
2 PATR!K, Luigi Skína PATR!K
3 Käärijä Cha Cha Cha WM Finland
4 Loreen Tattoo Universal Music AB
5 SZA Kill Bill Top Dawg Entertainment
6 Aron Can, Birnir Bakka ekki út Trúpí
7 Daniil, Friðrik Dór ALEINN Alda Music
8 Metro Boomin, The Weeknd, 21 Savage Creepin’ Republic Records
9 Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Þormóður Vinn við það Kóbois ehf
10 BRÍET Dýrð í dauðaþögn (BRÍET) One Little Independent Records
Síðan mest til gaman, mín mest spiluðu lög á síðasta ári; Flowers með Miley Cyrus, síðan Tusen bitar með Björn Afzelius, Stockholmsvy með Hannes, Sólblóm með Bríet, vinir með Elínu Hall, Frosið sólarlag með Auður og gusuarar, Song of Nature með Bon Iver, Ophelia með The Band, The River með Bruce og í tíunda sæti Ekkert þras með Lay Low, Moses… Agli Ólafssyni og Högna.
NASA, einn minnsti og elsti tónleikasalur landsins, við Austurvöll
Á leið á tónleika í Austurstræti hjá trúbadúr sem þær mundu ekki nafnið á. Verður eflaust mjög gaman