Hin árlega er sýningin Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins, erein mest sótta ljósmyndasýning ársins, er nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Enda alltaf gaman að horfa til baka, á landsleik, forsetakosningar, og eldgos. Golli (Heimildinni) vann mynd ársins af Palestínustúlku á Austurvelli, og Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu Fréttamynd ársins frá hörmungunum í Grindavík. Golli, sem formaður Blaðaljósmyndarfélagsins kom einmitt inn á það í opnunar, þakkarræðu sinni hve aðgengi ljósmyndara hafi verið verulega þrengt síðustu misseri. Þegar stórviðburðir eða eldgos verða, þá er orðið erfitt að skrásetja söguna. Lok lok og læs frá lögregluyfirvöldum. Það voru sextán ljósmyndarar sem sendu inn myndir á sýninguna, en á sýningunni nú eru hundrað og ein ljósmynd eftir 14 myndasmiði. Í Skotinu er síðan sýning Telmu Har, Glansmyndir. Þar sem ljósmyndarinn, notar sjálfan sig sem hálfgerða gínu, til að túlka upplifun og reynslu á litríkan, já og gleðilegan hátt. Eins og lífið er… eða ekki, eins og sýningin hinu megin við þilið, þar sem gleði, sorg og allt þar á milli heilsar okkur.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 25/03/2025 – A7C R : FE 1.8/20mm G