Nýtt fiskveiðiár er að hefjast, og hefur Fiskistofa úthlutað aflamarki á fiskveiðiskip, fyrir fiskveiðiárið 2024/2025. Heildarúthlutun er 320 þúsund þorskígildistonn, og var aflamarki úthlutað til 344 skipa í eigu 274 útgerða. Úthlutun á þorski jókst um 2 þúsund tonn, frá síðasta fiskveiðiári, í 168 þúsund tonn. Afturámóti lækkar úthlutun á ýsu um 16 þúsund tonn, í 38 þúsund þorsígildistonn. Þau fimm fyrirtæki sem fengu hæstu úthlutunina, voru Brim (Reykjavík) með 9,55%, Samherji (Akureyri) með 8,72%, Ísfélagið (Vestmannaeyjar) með 6,98%, Fisk (Sauðárkróki) með 6,10% og Þorbjörn í Grindavík með 5,43% af aflaheimildum. Af heildarkvótanum, sem er svipaður og í fyrra, sem sýnir að fiskstofnarnir kringum Ísland eru í góðu jafnvægi, fer um 12 þúsund tonn í byggðakvóta Byggðastofnunar og til byggðakvóta fiskiskipa.
Ísland 01/09/2024 : A7RIII, RX1RII, A7CR – 2.0/35mm Z, FE 1.8/135GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson