Það eru fáar þjóðir sem eru eins háðar samskiptum við aðrar þjóðir og íslendingar. Inn og útflutningur, og ferðaþjónusta er hryggjarstykkið sem heldur hér uppi góðum lífskjörum. Lykillinn að góðum og farsamsælum samskiptum við aðrar þjóðir er utanríkisþjónustan sem rekur nú tuttugu sendiráð og þrjár ræðismannsskrifstofur, í Þórshöfn í Færeyjum, Nuuk á Grænlandi, og Winnipeg í Kanada. Auk þess er Ísland með fastanefndir við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Nato í Brussel, Genf, New York, París, Róm og Vínarborg. Nú stendur til að opna fljótlega tuttugasta og fyrsta sendiráð Íslands, í Madrid höfuðborg Spánar. Ísland er með sendiráð í þremur löndum Afríku, í Sierra Leone, Úganda og Malaví, í Ameríku eru sendiráð í Bandaríkjunum og Kanada, í Asíu á Indlandi, í Kína og Japan. Sendiráðin í Evrópu eru í Vínarborg, Brussel, Lundúnum, Kaupmannahöfn, Helsinki, París, Varsjá, Genf, Stokkhólmi og Berlín. Sendiráði Íslands í Moskvu, er lokað tímabundið, vegna átakanna í Úkraínu. Þegar lýðveldið var stofnað fyrir áttatíu árum voru sendiráðin þrjú, ett í Kaupmannahöfn, og síðan Washington D.C og Moskvu. Ísland hefur stjórnmálasamband við 169 ríki af þeim 195 sjálfstæðu ríkjum í heiminum í dag.





Útlönd 21/06/2024 : CW503, SWC 905
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson