Það er fátt fallegra en björt og falleg sumarnótt á norðurslóð eins og hér á íslandi. Nú eru björtustu næturnar til að upplifa og sjá miðnætursólina, en stysta nótt ársins er einmitt í nótt. Það verður bjart á norðanverðu landinu í nótt aðfaranótt þriðjudags, sólin ætti að sjást vel frá Ströndum og austur í Borgarfjörð Eystri. Og auðvitað í Grímsey, eyjuna sem er nyrsti hluti Íslands. Á morgun aðfaranótt miðvikudags, er spáð rigningu um allt land, þá eru ekki miklar líkur að sjá sólina. Aðfaranótt fimmtudags, ætti vera gott að sjá sólina frá Skagafirði austur á Langanes, en báðir þessir staðir eru með þeim fegurstu í miðnætur birtunni. Síðan á jónsmessunni, þann 24. júní er komið að íbúum og ferðamönnum á vestur helmingi landsins, en sólin ætti að sjást vel frá Reykjanesi, Reykjavík, norðanverðu Snæfellsnesi og vestur á Látrabjargi. Góða nótt.
Myndir og texti Páll Stefánsson