Í Fógetagarðinum, sem er kenndur við Halldór Daníelsson bæjarfógeta er elsta tré Reykjavíkur, silfurreynir sem Hans Jacob George Schierbeck gróðursetti árið 1884. Hann kom með fræin árinu áður, þegar hann tekur við sem landlæknir yfir Íslandi, en gat ekki gróðursett fyrr en vorið eftir. Schierbeck var mikil áhugamaður um garðyrkju og keypti túnið þar sem áður var Víkurkirkjugarður, elsti kirkjugarður Reykjavíkur, til að hefja þar ræktunartilraunir. Hann er faðir hinnar faglegu garðyrkju á Íslandi, og beiti sér fyrir stofnun Garðyrkjufélags Íslands árið 1885. Annar stór silfurreynir er í garði Hressingarskálans, en það er Árni Thorsteinsson landfógeti og vinur Schierbeck, sem gróðursetur hann, í garði sínum í Austurstræti. Ekki er það óhugsandi að reynirinn við Hressingarskálann hafi verið gjöf Schierbeck til Árna. Silfurreynir getur orðið allt að 200 ára gamall, og er ættaður frá sunnanverðu Eystrasalti, Skáni og Borgundarhólmi.


Reykjavík 23/05/2022 07:14 – 09:06 : A7R IV, A7C : FE 2.5/40mm G : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson