Gott í gogginn

Gott í gogginn

Nú um helgina fer fram stærsta Götubitahátíð landsins, í Hljómskálagarðinum. Á þriðja tug matvagnar eru mættir í garðinn, því það er mikið undir, keppt er um ,, Besta Götubita Íslands 2022.” á hátíðinni. Er keppnin í samvinnu við European Street Food Award, og sigurvegarinn mun síðan keppa fyrir íslands hönd um Evrópumeistaratitilinn í haust í München. Auk matartrukkanna eru fjölmargir sölubásar með mat og drykk, vatnaboltar, klessuboltar og hoppukastalar fyrir yngsta aldurshópinn. Hátíðin er opin frá hádegi í dag til klukkan 19 í dag og frá 13 til 17 á morgun sunnudag.  Ljósmyndari Icelandic Times / Land og Saga brá sér í Hljómskálagarðinn til að fanga stemninguna. Verði ykkur að góðu.