Grensásvegur 1


Framundan er uppbygging á 27.000 m2 glæsilegu íbúðarhúsnæði í bland við skrifstofur og verslanir við Grensásveg 1. Um er að ræða þrjú hús sem samanstanda af íbúðum, bílakjallara, skrifstofum og verslunum.

Hér um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrifstofubygging rísa á þessum stað. Einnig er gert ráð fyrir 900 fermetra verslunarhúsnæði á neðri hæðum.

Arkitektar bygginganna eru Archus/​Ríma arkitektar og Mannvit mun sjá um verkfræðihönnun og eftirlit. Fasteignafélagið G1 ehf. hefur gert samning við verktaka fyrirtækið Viðskiptavit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatna­mót Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Sjá videó hér að neðan:

Myndband af Grensásvegvi 1
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0