Guðshús í Reykjavík

Fyrir margt löngu sagði við mig Amerískur arkitekt, að honum þætti sumar íslenskar kirkjur, sérstakar jafnvel skrítnar. Sumar eru allavega öðruvísi. Icelandic Times / Land og Saga gefur lesendum sínum sýnishorn af þeim kirkjum sem eru í Reykjavík. Kirkjur sem óneitanlega setja sterkan svip á bæinn, eins og Breiðholtskirkja eftir Guðmund Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson, en kirkjan var vígð árið 1988. Elsta kirkja Reykjavíkur er Dómkirkjan við Austurvöll, vígð árið 1796, og stækkuð eins og við þekkjum hana í dag eftir teikningum Laurits A. Winstup, á árunum 1846 – 1848. Sú kirkja sem setur sterkasta svip á borgarmyndina er Hallgrímskirkja, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, en kirkja var vígð árið 1986, en fyrsta skóflustungan af kirkjunni var tekin árið 1945. Önnur kirkja sem Guðjón hannaði, er Laugarneskirkja, vígð árið 1949. Í sama hverfi er Áskirkja, eftir bræðurna Vilhjálm og Helga Hjálmarssyni, en byggingu kirkjunnar var lokið árið 1983. Kirkja sem setur sterkan svip á vesturborgina er Neskirkja, teiknuð af Ágústu Pálssyni. Kirkjan var vígð árið 1957. Það eru tvær kirkjur við Háteigsveg, Kirkja Óháða safnaðarins, teiknuð af Gunnari Hanssyni og vígð 1959, og Háteigskirkja, hönnuð af Halldóri H. Jónssyni, er kirkjan var vígð árið 1965. Fjórum árum áður en Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, spölkorn frá, en hún er teiknuð af Þóri Sandholt og Guðna Magnússyni. Yngsta kirkjan í Reykjavík, Grafarvogskirkja, sem stendur við samnefndan vog, í fjölmennasta hverfi borgarinnar. Það eru arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson sem hönnuðu kirkjuna sem var vígð árið 2000.  

Neskirkja
Dómkirkjan
Fíladelfía
Kirkja Óháða safnaðarins, nær, Háteigskirkja, fjær
Breiðholtskirkja
Grafarvogskirkja
Áskirkja
Hallgrímskirkja
Laugarneskirkja

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 05/04/2025 – A7R IV, A7C R  : FE 1.8/135mm GM, FE 2.4/40mm G, FE 1.4/24mm