Gulur, rauður grænn og …

Komandi úr sundi, rétt fyrir kvöldmat, gekk tveggja ára sonur minn fram á haustlitað limgerði við Sundhöllina og byrjaði strax að syngja meðan hann strauk laufunum; Gulur, rauður grænn og blár og horfði síðan upp í himinninn. Þekkt íslenskt barnaljóð eftir óþekktan höfund. Hann hafði ekki hugmynd að pabbi hans hafði verið að glíma við haustlitina allan daginn. Hugmynd sem nágrannakonan plantaði til okkur feðga rétt fyrir átta á leið í leikskólann; Fallegur dagur, og það er ekki komið rok, lægð sem tekur þessa litasinfóníu frá okkur í einni svipan, eins og alltaf. Og… spáin er góð næstu daga, njótum meðan er.

Ísland 23/09/2024 :  A7CR –  FE 2.5/40mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0