Gunnar Örn, sjálfsmynd

Gunnar Örn í Hafnarborg

Í Hafnarborg, listasafni Hafnfirðinga er nú sýningin  Í undirdjúpum eigin vitundar yfirlitssýning á verkum Gunnars Arnar Gunnarssonar (1946-2008), sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir. Gunnar Örn, sjálfmenntaður listamaður, kemur inn í myndlistarsenuna eins og stormsveipur með sinni fyrstu sýningu í Unuhúsi hjá Ragnari Smára árið 1970. Á sínum langa ferli sem myndlistarmaður, strokkaði hann upp viðfangsefnin stanslaust. Hann var gríðarlega afkastamikil á sínum ferli. og vann fyrst og fremst málverki, en gerði líka skúlptúra, einþrykk, teikningar, ljósmyndir og allt þar á milli. Í byrjun var kvennlíkaminn í allri sinni dýrð Gunnari Erni hugleikinn á striga, seinna dróst hann meira að myndlistaarfinum, og ormar og menn opna Gunnari Erni nýjar slóðir uppúr 1980 í bylgju nýja málverksins. Verk Gunnars Arnar vekja athygli, og það langt út fyrir landsteinana, m.a. kaupir Guggenheim safnið í New York verkið Stóra drauminn 1986. Það sama ár flytur Gunnar Örn austur í Rangavallasýslu og verk hans síðustu árin færast nær náttúrunni, maður og náttúra og einstaka ormur renna saman í eitt. Gunnar Örn var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1988, hann lést langt fyrir aldur fram tuttugu árum síðar.

Hafnarborg í hjarta Hafnarfjarðar
Gunnar Örn var margslungin listamaður
Gunnar Örn vann bæði skúlptúra, málverk og teikningar
Sýningin í Hafnarborg er lista vel sett upp

Hafnarfjörður 12/08/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35 Z

Photographs & text: Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0