Öræfajökull í sunnanverðum Vatnajökli er bæði hæsta og stærsta fjall Íslands, 2110 m / 6952 ft hátt. Fjallið, jökullinn er stór eldkeila sem hefur gosið tvisvar síðan Ísland byggðist, mjög stórum gosum. Það fyrra árið 1362 og það síðara 1727. Í gosinu 1362 eyddist öll byggð næst jöklinum, og það tók tugi ára þangað til Litla-Hérað eins og héraðið hét þá byggðist aftur, með nýju nafni, Öræfi, eða Öræfasveit. Á toppi Öræfajökuls er askja í stað venjulegs toppgígs, er hún full af yfir 500 m / 1657 ft þykkum jökulís. Á öskjubrúnni rísa sex tindar, og hæstur er Hvannadalshnjúkur, og jafnframt hæsti tindur landsins. Tindurinn er ekki flókin uppgöngu, en krefst mikils úthalds, því tindurinn er gengin upp og niður sama dag, oftast eru þetta rúmir 12 tímar í heildina. Öræfajökull, er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Austur-Skaftafellssýsla 09/
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson