Hættum að vera reið

-víðtæk slökun með Jónínu Ben

Hin hugrakka athafnakona Jónína Ben heldur ávallt reisn alveg sama hvað. Hún segist alltaf hafa haft yndi af að stuðla að heilbrigði fólks með ýmsum hætti. Hún er án vafa frumkvöðull í heildrænni heilsu á Íslandi og er hvergi hætt. „Þetta byrjar allt í huganum og því er svo mikilvægt að ryðja úr vegi neikvæðum hugsunum fyrir jákvæðar. Það hefur svo góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Reiði er eðlileg tilfinning en getur verið mjög skaðleg heilsu fái hún að dvelja í huganum of lengi. Hættum að vera svona reið.“

Detox meðferðir hjá Jónínu hafa notið mikilla vinsælda en þær hafa verið umdeildar. Hún er sannfærð um að þær skili ákaflega góðum árangri fyrir heilsu flestra sem þeirra njóta. „Náttúrulæknar eru á einu máli um að hreinsun eiturefna úr líkamanum sé lykillinn að góðri heilsu. Matur hefur mikil áhrif á það hvernig þér líður bæði andlega og líkamlega. Þetta vitum við. Eiturefnin sem hlaðast upp í líkamanum vegna mataræðis eru mjög skaðleg heilsunni. Og þar komum við til sögunnar með detox.“
jonia ben img0010Hvetur fólk til dáða
Jónína segist hafa gaman af því að hvetja fólk áfram til góðra hluta. Þar sé mikið verk að vinna. „Hugarfar Íslendinga er því miður ennþá sýkt af afleiðingum efnahagshrunsins. Það er ekki nóg að styrkja efnahaginn í landinu, það þarf að styrkja hug og heilsu.“
jonia ben_AAA4746Jónína segist sjálf hafa tapað áttum, misst sjónar á tilgangi lífsins og farið offari í að reyna að bjarga heiminum. „Hitt er svo annað og það tekur enginn frá mér að ég leitast við að kveikja upp í anda fólks sem hefur misst hann. Allir eiga erfiða daga, mánuði og jafnvel ár. Það er ekki mitt að dæma heldur græða eins og ég get. En ég gæti ekki hjálpað nokkrum nema vegna þess að ég hef farið sjálf á botninn til sálar og líkama.“
Hún hefur því þurft að vinna með sig og reisa við andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur  reynt á eigin skinni hversu mikilvægt það er fyrir góða heilsu að breyta hugarfari, mataræði og reyna að njóta lífsins á heilbrigðan hátt. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa áhrif á unga fólkið og vekja það til umhugsunar um hvað felst í heildrænni heilsu. Og það á ekki að gera það með því að rétta því tölvu, heldur eiga við það samtal augliti til auglitis.“

Þekking á heilbrigði
Það er óumdeilt að Jónína hefur gríðarlegra þekkingu á hugtakinu heilbrigði. Hún hefur til þess góða menntun frá McGill háskólanum í Kanada en síðast en ekki síst meira en 40 ára reynslu af því að byggja upp líkamlega og andlega heilsu fólks ásamt reynslu af rekstri heilsuræktarstöðvar. „Mér er sagt að fáir kunni lífeðlisfræði eins vel og ég, að ég fylgist vel með breytingum og lesi allt það nýjasta í rannsóknum um heilsu og lífsstílssjúkdóma. Ég hlusta á fyrirlestra og á lækna og næringarfræðinga og veit að þekking mín er gríðarleg, enda komin til ára minna.“

Hún segir fullum fetum að menn geti spennt vöðvana og verið eins og skornir út í krossvið af sterum og ofæfingu en í því liggi oft ekki annað tómið eitt. Þetta eigi þó ekki við um alla í líkamsræktargeiranum því flestir átti sig á því að við erum öll dauðleg nema í andanum. Hann lifi og þar virki ekki sterar, sílikon, bótox hvað þá hégóminn. En okkar hlutverk sé að fræða unga fólkið sem oft sé ekki að borða mat heldur eitur.
jonina ben 12291254_1019418104787086_8745012547746188226_oJónína er óþreytandi þegar kemur að umræðu um heilbrigði. Hún gefst aldrei upp  á því að blása í lúðra fyrir betra lífi. „Án næringar deyr líkaminn og hvað þá? Við verðum að snúa við blaðinu og byrja upp á nýtt með hollum mat, heilbrigðri hugsun og með því að halda okkur frá eitri og eitruðu fólki.“
jonina ben 12038825_1019418111453752_781749896122662435_ojonina ben Screen Shot 2015-09-26 at 10.11.15Detox er nýtt upphaf
Detox meðferðirnar í Póllandi eru í fullum gangi og eru einstaklingsmiðaðar. Dvalið er á stórglæsilegu heilsuhóteli þar sem boðið um á víðtæka heilsuþjónustu og snyrtimeðferðir. Í upphafi er meðferðin sniðin að þörfum hvers og eins, með aðstoð læknis á hótelinu. Hreyfing getur því verið mismunandi eftir því sem við á; gönguferðir í dásamlegri náttúru, sundleikfimi, yoga, hugleiðsla og fleira. Þá er boðið upp á kennslu í núvitund (mindfulness) og einnig eru í boði alls kyns fyrirlestrar með lækni hótelsins um hugarfar, mataræði, hreyfingu og hreinsun. Þá er einnig skemmtidagskrá í boði.
„Detox meðferðirnar mínar eru lúxus á lágu verði. Þetta er algjört dekur fyrir sál og líkama, hótelið er flott, umhverfið er fallegt og meðferðin fjárfesting í heilsu. Það má líta á detox meðferðirnar mínar sem upphaf  til nýs og betra lífs.“
-KB

Allar nánar upplýsingar:
https://www.facebook.com/jonina.ben
[email protected]
og í síma: 8224844

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0