Varðskipið Þór lónar fyrir utan höfnina, með viðbragðsteymi á öruggum stað

Hamfarir í Grindavík

Auðvitað, þegar maður stendur á hól rétt norðan við Grindavík, og horfir yfir bæinn á aðra hönd, og gosið á hina, hugsar maður; verður byggð hér áfram. Það var hljótt yfir bænum, enda ekkert rafmagn, heitt eða kalt vatn. Allir íbúarnir farnir. Nýtt hraun er komið inn í bæinn, þrjú hús fuðruð upp. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þessi blómlegi sjávarútvegsbær, tómur. Hættur við hvert fótmál. Jörðin undir bænum hefur gliðnað um tæpan 1.4 metra, og hraungangur er undir bænum, sem getur brotið sér leið upp, með engum fyrirvara. 

Nú þarf þjóðin að sýna samstöðu, eins og var gert fyrir 51 ári þegar íbúar Heimaeyjar þurftu að flýja, eftir að gos kom upp rétt austan við Vestmannaeyjabæ. Eldfjallafræðingar, vísindamenn eru ekki á einu máli, hvert framhaldið verður við Grindavík, eða hvort allur Reykjanesskaginn sé vaknaður, þá er stutt frá nokkrum eldstöðvum að höfuborgarsvæðinu. En eitt er víst, framtíð þessa 3500 manna bæjar, er alfarið í höndum móður náttúru. Við mennirnir erum svo agnarsmáir þegar eldsumbrot eru annars vegar, það sá útsendari Icelandic Times / Land & Sögu svo sannarlega í dag, á öðrum degi eldgossins. Eldgosi sem lauk síðan eftir tvo og hálfan sólarhring, en þótt gosinu sé lokið, eru vísindamenn sammála um að eldsumbrotin á Reykjanesi sé rétt að hefjast. 

Það gaus á tveimur stöðum á sprungunni þegar við áttum leið um
Fréttamenn Stöðvar 2 að störfum
Það var hljótt yfir Grindavík, engin umferð, ekkert mannlíf, ekkert rafmagn, heitt eða kalt vatn.
Varðskipið Þór lónar fyrir utan höfnina, með viðbragðsteymi á öruggum stað
Það rétt glittir í byggingarnar við Bláa lónið rétt norðan við Grindavík, en þessir varnargarðar voru settir upp á mettíma við Svartsengi og Bláa lónið
Þyrla Landhelgisgæslunnar með vísindamenn að kortleggja gosið
Hraunið eyrir engu, hér að renna yfir Grindavíkurveg, aðal samgönguæðina til bæjarins
RÚV í beinni, í aukafréttatíma
Varnagarðarnir við Grindavík hafa sannað sig, beint hraunrennslinu til vesturs í stað þess að fara yfir bæinn

 

Grindavík 15/01/2024 – A7R IV, A7C, A7R III : FE 1.8/135mm GM, 1.8/20mm G, FE 200-600mm G
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0