Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra Íslands, árið 1904, þegar sérstakt ráðherraembætti í ríkisstjórn Danmerkur um málefni Íslands varð til. Stytta af Hannesi ásamt Kristjáni IX stendur fyrir framan við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Undir ráðherra Íslands voru þrjár skrifstofur, fyrsta annaðist dóms- og kirkjumál landsins. Önnur annaðist atvinnu- og samgöngumál, og sú þriðja annaðist fjármál landsins, og skatta til Konungsdæmisins.
Hannes sem var fæddur árið 1861 á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði, sonur Péturs Amtmanns Havsteen, hann átti hvorki meira né minna en 10 börn með eiginkonu sinni, Ragnheiði Stefánsdóttur. Hannes Hafstein þótti ágætt skáld, Sprettur er ef til vill hans frægast ljóð, sem birtist í Verðanda árið 1882, og hefst svona ;
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
28/02/2023 : A7RIII : FE 1.4/85mm GM