Hátíð hafsins

Dagskrá Sjóminjasafnsins í Reykjavík á Hátíð hafsins
Sjóminjasafnið í Reykjavíkur tekur þátt í Hátíð hafsins dagana 10. – 11. júní og býður gestum ókeypis aðgang inn á safnið á meðan hátíðinni stendur. Gestir eru einnig boðnir velkomnir um borð í varðskipið Óðin sem liggur við festar við safnið. Þar verður hægt að spjalla við fyrrum varðskipsliða sem kunna margar sögur af sjómennsku og ævintýrum um borð enda muna þeir tímana tvenna!
Veitingastaður safnsins Víkin verður með ýmiskonar grillaðan mat og einnig verður hægt að fá kaffi og nýbakaðar kökur. Við veitingastaðinn er glæsileg verönd þar sem hægt er að njóta sjávarloftsins og dásamlegs útsýnis í góðu skjóli.
Safnið er opið alla daga frá 10-17.

Afhjúpun á líkani af skipinu SS Wigry
Laugardaginn 10. júní kl. 11:30 verður opnuð sýning til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því að pólska flutningaskipið SS Wigry fórst út af Mýrum þann 15 janúar 1942. Sýningin nefnist Minning þeirra lifir og mun standa dagana 10. – 30. júní. Á sýningunni verður afhjúpað nýtt líkan af SS Wigry í hlutföllunum 1:100 auk þess sem myndir, blaðagreinar og fleira verður til sýnis. Sýningin er unnin af samtökum Pólverja á Íslandi. Í slysinu fórust 25 manns sem voru í áhöfn skipsins en aðeins tveir komust af, einn Íslendingur og einn Pólverji.

Útgáfuteiti bókarinnar Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum
Sunnudaginn 11. júní verða sagðar skemmtilegar sögur í tilefni að útgáfu bókarinnar Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum. Dagskráin hefst klukkan 11:00 og sögurnar segja Gunnar Kr. Sigurjónsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Magni Kristjánsson og fleiri góðir menn sem lofa mikilli stemningu.

Nánar um bókina
Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Hólum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Í bókinni koma við sögu þeir Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.

Festival of the Sea program
at the Reykjavík Maritime Museum 10-11 June
In celebration of the Festival of the Sea event, taking place from 10-11 June, the Reykjavík Maritime Museum will be offering guests free admission and access to the museum exhibitions. Guests will also be invited to explore the old Óðinn Coast Guard vessel which is docked in the harbour by the museum. On board the ship, old crew members will be on hand to chat with guests and regale them with stories from the good old days and their adventures at sea.
Guests can enjoy a barbeque on the museum terrace and indulge in homemade cakes. The deck just outside the restaurant offers good shelter and great views overlooking the harbour where you can get plenty of fresh, sea air.
The museum is open all day from 10:00-17:00.

SS Wigry model ship unveiled
On Saturday 10th June at 11:30 a special memorial exhibition will be opened to commemorate 75 years since the Polish cargo ship, SS Wigry, was shipwrecked near Mýrar on the west coast of Iceland on January 15, 1942. During the exhibition entitled Their Memory Lives On, which will run from 10 – 30 June, a new model of the SS Wigry in 1:100 scale will be unveiled. There will also be displays of photographs, newspaper articles and other artefacts.
The exhibition was put together by the Polish Society of Iceland. Twenty-five crew members perished during the incident with only two survivors including one Icelander and one Pole.

Book launch party for the new title Heave Ho! Amusing tales of Icelandic Sailors.
In celebration of the book launch of Heave Ho! Amusing tales of Icelandic Sailors, Gunnar Kr. Sigurjónsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson and Magni Kristjánsson amongst others, will enliven the atmosphere with some entertaining stories.
The programme starts on Sunday 11th June at 11:00.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0