Vigdís Jakobsdóttir Listrænn stjórnandi Listahátíðar, sagði í samtali við Icelandic Times / Land & Sögu að það væri erfitt að velja á milli þeirra atriða sem eru nú á Listahátíð. Hátíðin stendur frá 1. til 19. júní. ,,Þó hlýtur Sun & Sea eitt umtalaðasta verk síðari ára, og framlag Litháa á Feneyjartvíæringnum 2019, þar sem það hlaut aðalverðlaunin, Gullna ljónið. Síðan er það auðvitað Taylor Mac, einn kraftmesti sviðslistamaður í heimi í dag, sem nýtir drag, tónlist og húmor og samfélagslega gagnrýni sem verður að allsherjar partíi. Síðan er það sýningin Svarthvítt á Listasafninu á Akureyri, þar sem fimm ljósmyndarar leiða saman hesta sína, í afar ólíkum ljósmyndum… það eru svo ótrúlega mörg frábær atriði á dagskrá, það er erfitt að velja á milli. Dagskrá Listahátíðar, og upplýsingar um alla þá listamenn og viðburði á hátíðinni í ár má finna á listahatid.is
Listahátíð í Reykjavík er tvíæringur, og hefur verið leiðandi í íslensku menningarlífi frá stofnun árið 1970.
Reykjavík 31/05/2022 14:04 – 15:22 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM – FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson