Sómannadagurinn sem hefur verið haldið hátíðlegur síðan 1938, er stór dagur fyrir fiskveiðiþjóð eins og Ísland. Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagur í júní, nema ef hvítasunna ber upp á þann dag eins og í ár, þá er dagurinn haldinn hátíðlegur sunnudaginn þar á eftir. Í tæp 40. ár hefur dagurinn verið lögbundinn frídagur sjómanna. Það var mikið um dýrðir í höfuðborginni í dag, enda einmuna blíða, en hátíðarhöldin tvö síðustu ár féllu niður vegna Covid-19. Öll Reykjavíkurhöfn, frá Hörpu við eystri innsiglinguna að höfuðstöðvum og fiskverkun Brims, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, við vestari innsiglinguna í Örfirisey voru skemmtiatriði, sýningar og uppákomur sem glöddu borgarbúa sem fjölmenntu. Auðvitað fór Land & Saga / Icelandic Times á stúfana. Hér eru svipmyndir frá Sjómannadeginum í Reykjavík, árið 2022.
Reykjavík 12/06/2022 11:42 – 15:18 : A7C – RX1R II : FE 2.8/100mm GM – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson