Rúmlega einn tíundi af Hringvegi 1 liggur í gegnum Húnavatnssýslurnar tvær. Sumum, nokkuð mörgum finnst þetta mest óspennandi hluti hringvegarins. Algjörlega ósammála. Sýslurnar tvær við Húnaflóa á norðvesturlandi búa yfir mikilli náttúrufegurð og sögu, og hafa tvo af þeim þremur stöðum á Íslandi sem eru óteljanlegir. Hólarnir í Vatnsdal, og vötnin á Arnarvatnsheiði. Þriðji staðurinn eru eyjarnar í Breiðafirði. En það eru mörg náttúruundur í Húnavatnssýslunum, eins og Hvítserkur á Vatnesi, stuðlabergið í Kálfshamarsvík, formfegurðinn á Spákonufelli og Kolugljúfur í Víðidal. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um, og naut náttúrunnar og birtunnar…. hér er árangurinn.
Húnavatnssýslur 28/10/2022 : AR III, A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson