Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða

Heima er bezt

Við erum öll utan af landi, var viðkvæðið. Það var ekki fyrr en uppúr seinna stríði, sem fór að myndast bæjar / borgarsamfélag á Íslandi. Fólk flutti á mölina. Nú búa þrír af hverjum fjórum íbúum landsins á suðvesturhorninu. Við verður fljótlega öll Reykvíkingar. Átthagamálverkiðer sýning þar sem sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson leiðir saman hundrað listamenn, á hundrað árum, á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Þetta er frábær sýning. Þarna ferðumst við hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Við stöldrum við og lítum á firði, dali, þorp og bæi með augum fólks sem þekkir þar betur til en nokkur annar, enda heima er bezt. Þetta eru Átthagamálverk sem máluð eru af ást og hlýju, uppfull af tilfinningu fyrir staðháttum og minningum fyrri tíma. Svo vill til að á þessu ferðalagi erum við óvenju heppin með veður!, eins og segir í sýningarskrá. Það er þó vont veður á nokkrum stöðum, eins og við Grindavík, í Borgarnesi eða á Djúpavogi. Líka þegar Tinni og Kolbeinn heimsóttu Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs í norðanhríð. Hlýtur auðvitað að vera einsdæmi að fanga þessi augnablik á þessum einstaklega veðursælu stöðum.

Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Átthagamálverkið, í vestursal Kjarvalsstaða
Kjarvalsstaðir, á Klabratúni, opnaðir 1973

Reykjavík 26/06/2024 : A7C R, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson