Heima? Þverþjóðlegt líf í nútíð og fortíð

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Þriðjudaginn 14. febrúar kl.12 flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins sem skipulagðir eru í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.

Í fyrirlestrinum er fjallað um hugtakið þverþjóðleiki, sem er eitt af meginhugtökum sem lögð eru til grundvallar í sýningunni Ísland í heiminum, heimurinn á Íslandi. Fjallað er annars vegar um breytilegar birtingarmyndir þverþjóðlegra tengsla í nútíð og fortíð og hins vegar um mikilvægi þverþjóðlegs sjónarhorns í rannsóknum á fólksflutningum og lífi innflytjenda.

Unnur Dís Skaptadóttir er annar tveggja sýningarhöfunda Íslands í heiminum, heimurinn í Íslandi. Unnur Dís hefur stundað rannsóknir meðal ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi með áherslu á spurningar sem tengjast samþættingarferli, þverþjóðleika, samsemd og landamærum.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0