Hringvegurinn, Þjóðvegur 1, sem liggur umhverfis Ísland er 1321 km langur. Hálfnaður á Egilsstöðum fyrir austan og þar í dag mældist í fyrsta skipti á árinu á Íslandi hiti sem náði yfir tuttugu gráðum (69°F). Því miður var Icelandic Times / Land & Saga ekki þar í dag. Veðurspáin segir að það verður hlýtt áfram fyrir norðan og austan, frá Akureyri að Höfn í Hornafirði næstu vikuna. Fyrir fimm dögum, var allt ófært vegna snjókomu á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Bílar festust og fuku út af veginum, sannkallað vetrarveður. Í Reykjavík og á sunnan og vestanverðu landinu verður næstu daga… rok og rigning.
Á hringveginum, 35 km / 22 mi austan við Reykjavík, er vegurinn í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum að hitna umtalsvert. Icelandic Times / Land & Saga aftur á móti á Hellisheiðinni. Vegkanturinn er orðin 100°C / 212°F heitur á stuttum kafla. Hringvegurinn sjálfur er orðinn volgur, það eru einhver umbrot undir veginum. En Vegagerðin undirstrikar að engin hætta sé á ferðum, þeir fylgjast vel með, enda fara þarna um þúsundir ökutækja á hverjum sólarhring. Ísland er heitt land, eins og hringvegurinn nú, steinsnar frá höfuðborginni.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 19/05/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100 mm GM, 2.0/35mm Z