Hannesarholt

Hannesarholt 10 ára

Í áratug hefur af miklum myndarskap hefur verið rekið menningarstofnuin Hannesarholt af Ragnheiði Jónsdóttur og fjölskyldu við Grundarstíg í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sjálft er stórmerkilegt, eitt fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík, byggt af Hannesi Hafstein, fyrsta íslenska ráðherranum, árið 1915. Þar lést hann sjö árum síðar. Starfsemi Hannesarholts er að hýsa uppbyggjandi viðburði, þar sem menning, listir og fræði eiga stefnumót við fólk á öllum aldri. Það hefur svo sannarlega tekist. Eins og myndlistarsýning Óskars Ólasonar, sem stóð yfir í Hannersarholti í örfáa daga nú í miðjum apríl. Óskar sem var fæddur í apríl fyrir 100 árum, og lést fyrir tíu, var tvöfaldur málarameistari, málaði byggingar á daginn, og málverk þegar tími gafst til. Óskar hélt tvær sýningar á fullorðsinsárum, og þá þriðju nú, þegar hann átti aldarafmæli. Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitiða á stúfana og kíkti í Hannesarholt.  

Hannes Hafstein við innganginn að veitingasölunni í Hannesarholti
Veggskreyting í Hannesarholti
Frá sýningu Óskars Ólasonar
Frá sýningu Óskars Ólasonar
Frá sýningu Óskars Ólasonar
Frá sýningu Óskars Ólasonar
Frá sýningu Óskars Ólasonar

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 16/04/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0