Hildigunnur komin heim
Og heim fyrir myndlistarmanninn Hildigunni Birgisdóttur er svo eðlilegt eftir að hafa verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024. Því hennar list er svo mikið við. Eins og hún segir um sýninguna Þetta er mjög stór tala (Commerzbau), sem er nú komin í Listasafn Íslands. „Ég held að listsköpun mín mótist af því að hafa alist upp á lítilli eyju í Atlantshafinu, þar sem orðið hafa gríðarlegar breytingar með örfáum kynslóðum. Kapítalisminn birtist þar í raun á einni nóttu, andstætt við hægfara þróun hans í öðrum heimshlutum. Þar sem við erum svo agnarsmátt samfélag og kapítalisminn kom hingað svo skyndilega er þjóðin hin fullkomna ræktunarskál til að skoða þetta kerfi í smáatriðum, neysluhyggjuna, kapítalið og verðmætin. Dan Byers er sýningarstjóri, á sýningu þar sem leikfanga pizzur leika hlutverk, og fá okkur að verða svöng eftir meiri menningu og ögrun á þessum öðruvísi tímum.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 13/03/2025 : A7R IV, A7RC R : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G