Reyndu nýju Vestfjarðarleiðina
Vestfirðirnir eru svæði sem ekki má fara fram hjá neinum. Þar má finna bratta kletta, heimili milljóna varpfugla, vel viðhaldna göngustíga og sérkennileg söfn umvafða hrífandi fegurð. Til að kanna þennan fallega hluta Íslands má nú ferðast þægilega nýja ferðaleið, kallaða Vestfjarðaleiðina. Þessi akstursleið nær um 950 km hring í kringum ysta svæði Vestfjarða og á þeirri leið geta ferðamenn skemmt sér við átta mismunandi upplifanir þegar kemur að því að kanna svæðið.
Þegar ekið er
Á Vestfjarðaleiðinni má finna staði þar sem áhrifamikið útsýni landslagsins tekur yfir og gerir akstursupplifunina æsispennandi. Sem dæmi má nefna skarðið milli Hrafnseyrar og Þingeyrar, vegurinn um Klofninginn og Neshringinn.
Áhugaverðar upplifanir
Á Íslandsi eru upplifanir á hverju strái, hvort sem um ræðir söfn eða aðrir áhugaverðir staðir. Sem dæmi, á þessari leið, má nefna Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal, Galdrasýninguna á Ströndum og Skrímslasetrið á Bíldudal.
Skoðunarferðir með meiru
Fjölmörg tækifæri gefast til að skoða afskekktar náttúruslóðir eins og til dæmis friðlandið á Hornströndum, Látrabjarg og ströndina á Rauðasandi. Hægt er að eyða löngum tíma í að flakka um þessar glæsilegu náttúruslóðir og drekka í sig fegurð landslagsins.
Enginn er verri þó hann vökni
Vel er hægt að njóta þess að baða sig í heitum laugum eins og Guðrúnarlaug, heimsækja fossa eins og til dæmis Dynjanda auk þess sem boðið er upp á kajaksiglingar eða hvalaskoðun.
Hærra minn guð til þín
Þegar hærra er komið virðast endalausir útsýnisstaðir gleðja augað – hægt er að njóta fjallanna í návígi, prófa gönguleiðir auk þess að iðka skíðaíþróttina yfir vetrarmánuðina. Sem dæmi má nefna Bolafjall, fossinn Dynjanda, upplifa flugferð til Ísafjarðar, eða ganga gamla veginn til Bolungarvíkur.
Saga Vestfjarða
Vestfirðir eiga sér ríka sögu sem heilla ferðalanga og má meðal annars finna í langhúsum og söfnum héraðsins. Sem dæmi má heimsækja Byggðasafnið á Hnjóti, safnið á Eiríksstöðum í Dölum, Byggðasafn Vestfjarða og þar eldsmiðjuna, auk safns Jóns Sigurðssonar sem staðsett er á Hrafnseyri.
Reyndu bragðlaukana
Gleðjist matgæðingar gleðjist! Ísland er þekkt fyrir góðan mat og úrval bragðmikilla rétta. Vestfirðirnir eru þar engin undantekning. Vestfjarðaleiðin leiðir ferðalanga sína að bestu stöðum héraðsins, kaffistoppum, framúrskarandi veitingastöðum og litlum notalegum búðum. Rjómabú Erpsstaða, Tjöruhúsið og súkkulaðigerðin Sætt og Salt eru td. staðir sem mega ekki fara framhjá neinum. Á Vestfjörðum eru einnig notaleg kaffihús eins og Kaffi Sól, Litlibær og Simbahöllin.
Það sem helst má setja á Instagram
Gott er að hafa símann tilbúinn þar sem endalaust má finna eitthvað myndrænt er farið er Vestfjarðaleiðina. Sem dæmi má nefna flugminjasafnið á Hnjóti, fyrsta og elsta stálskip Íslands Garðar BA64, kindakofann með rauða þakinu í Arnarfirði, auk fjölskrúðugs dýralífs lunda, hvala, sela og heimskautarefs.
Kannaðu málin
Vestfjarðaleiðin varð til í kjölfar opnunar jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, mikilvægs hlekks milli norður- og suðurhluta Vestfjarða. Opnun ganganna tryggir að nýja Vestfjarðaleiðin verður opin allt árið þar sem ferðalangar þurfa ekki lengur að fara um fjallaskarð Hrafnseyrarheiðar, sem er ómalbikað og lokað marga mánuði ársins.
Í landi þar sem fegurðin drýpur af hverju strái getur samt verið að Vestfirðir séu fallegastir. Endalausar strandlengjur, hrikalegir klettar og glæsilegt fjallalandslag bíður þeirra sem leggja þar land undir fót. Njóttu Íslands á nýrri leið vestur.