Nemendur í Háskóla Íslands eru nú 15.725, og hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund á síðustu tveimur árum. Í grunnnámi eru 9.542, síðan eru 4.152 í framhaldsnámi, 2.122 í viðbótarnámi á meistarastigi og 680 eru í doktorsnámi. Ekki hafa jafn margir stundað nám í Háskóla Íslands frá því hann var stofnaður árið 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar Forseta. Frelsishetju íslendinga til sjálfstæðis frá Danaveldi. Fyrsta skólaárið, 1911-1912 stunduðu 45 nemendur háskólanám við skólann, þar af ein kona. Nú 110 árum síðar eru tveir þriðju af nemendum háskólans konur, rúmlega tíu þúsund konur á móti fimm þúsund körlum. Háskóli Íslands skiptist í fimm fræðasvið, Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Reykjavík 08/10/2021 08:08 – A7R IV : FE 1.4/85 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson