Akureyri er höfuðborg hins íslenska veturs. Rétt fyrir ofan bæinn er stærsta skíðasvæði landsins í Hlíðarfjalli. Síðan er stutt að fara norður í austanverðan Tröllaskagann, til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og í Fljót. Þar er sko snjór. En austan við Eyjafjörðinn er enn meiri snjór, á Kaldbak við Grenivík og auðvitað í Fjörðum og Flateyjardal. Svæði þar sem uppbygging er rétt að byrja, að breyta þessu svæði, sem hefur verið í eyði í 70 ár, í heimsklassa skíðasvæði. En Akureyri í aðeins í hálftíma fjarlægð frá Reykjavík með innanlandsflugi, eða fimm tíma í bíl, er besti staður á Íslandi til að upplifa alvöru snjó, menningu og vetur.

Akureyri 25 & 26/03/2022 : A7R IV : FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson