Höfuðborg vetursins

Höfuðborg vetursins

Akureyri er höfuðborg hins íslenska veturs. Rétt fyrir ofan bæinn er stærsta skíðasvæði landsins í Hlíðarfjalli. Síðan er stutt að fara norður í austanverðan Tröllaskagann, til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og í Fljót. Þar er sko snjór. En austan við Eyjafjörðinn er enn meiri snjór, á Kaldbak við Grenivík og auðvitað í Fjörðum og Flateyjardal. Svæði þar sem uppbygging er rétt að byrja, að breyta þessu svæði, sem hefur verið í eyði í 70 ár, í heimsklassa skíðasvæði. En Akureyri í aðeins í hálftíma fjarlægð frá Reykjavík með innanlandsflugi, eða fimm tíma í bíl, er besti staður á Íslandi til að upplifa alvöru snjó, menningu og vetur.

Gránufélagshúsið á Oddeyrinni á Akureyri, byggt á árunum 1871 til 1880, úr norsku timbri. Fyrir þrjátíu árum bjargaði Alfreð Gíslason handboltastjarna með félögum sínum húsinu. Síðan hefur verið rekið þar veitingastarfsemi, mis góð, en mjög góð núna.
Menningarhúsið Hof, 140 árum yngra en Gránufélagshúsið. Hannað fyrir ráðstefnur og sviðslistir með tveimur sölum, annar tekur 500 manns í sæti, hinn 200, auk rýmis fyrir kennslu, fundi og veitingasölu. Staðsett á besta stað í bænum.

 

Akureyri 25 & 26/03/2022  : A7R IV : FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson