Trilla í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi

Horfa um öxl

Þegar sumri er tekið að halla, komið haust er hollt og gott að horfa til baka, hlakka til haustsins, vetursins og komandi sumars. Rifja upp gleðistundir, og heimsækja í huganum staði sem voru heimsóttir. Hér koma myndir af nokkrum stöðum sem vert er að heimsækja núna, eða næsta vor, sumar. Staðir sem er fjarri suðvesturhorninu, staðir þar sem tíminn hefur staðið í stað. Eða hvað?

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökulsþjóðgarði
Látrabjarg, vestasti hluti Íslands og Evrópu
Horft yfir Höfðavatn að Málmey í Skagafirði
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti í Bárðardal… að fossinum eru bara 500 km / 320 mi frá Reykjavík
Ísafjörður við Skutulsfjörð
Rekaviður undir Rauðanúp, norður á Melrakkasléttu. Það eru ófáir sem finnst svæðið eitt það magnaðasta á Íslandi.

Ísland 21/09/2024 :  A7CR, A7R IV, RX1R II –  2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0