Vegur 917 frá Vopnafirði yfir Hellisheiði Eystri til Egilsstaða er einn brattasti og hæsti fjallvegur landsins. Vegurinn er ófær allan veturinn og langt fram á vor, en vetrarþjónusta er ekki á fjallveginum yfir Hellisheiðina. Hér horfum við í suðaustur af Landsendafjalli yfir Eyju. Áin sem er nær, er Jökulsá á Dal, fjær má sjá árósa Lagarfljóts, milli fljótanna er Húsey, en þar á Héraðssandi er einna mest af sel á Íslandi. Krossfjall er lengst til vinstri, til hægri eru Dyrfjöll. Bak við þau er Borgarfjörður Eystri, en milli fjallanna er vegur 94, sem tengir Borgarfjörð Eystri við umheiminn.
Norður-Múlasýsla 13/09/2021 12:34 : A7R IV : FE 1.2/50 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson