Horft yfir Austurland

Vegur 917 frá Vopnafirði yfir Hellisheiði Eystri til Egilsstaða er einn brattasti og hæsti fjallvegur landsins. Vegurinn er ófær allan veturinn og langt fram á vor, en vetrarþjónusta er ekki á fjallveginum yfir Hellisheiðina. Hér horfum við í suðaustur af Landsendafjalli yfir Eyju. Áin sem er nær, er Jökulsá á Dal, fjær má sjá árósa Lagarfljóts, milli fljótanna er Húsey, en þar á Héraðssandi er einna mest af sel á Íslandi. Krossfjall er lengst til vinstri, til hægri eru Dyrfjöll. Bak við þau er Borgarfjörður Eystri, en milli fjallanna er vegur 94, sem tengir Borgarfjörð Eystri við umheiminn.

 

Horft af Landsendafjalli yfir Héraðsflóan, Héraðsand og Dyrfjöllinn rísa upp í bakgrunninum.

Norður-Múlasýsla 13/09/2021 12:34 : A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson