Það átti vel við í dag í tíu stiga frosti á Reykjanesi að orð ársins (2024) á Íslandi var hraunkælingarstjóri. Það var kalt en fallegt, á þessu suðurnesi, sunnan og vestan við höfuðborgina. Icelandic Times / Land & Saga brá sér út á nesið, til að sjá breytingarnar, stemminguna, en fyrst og fremst fegurðuna, þegar sólin kíkir loksins svolítið upp fyrir sjóndeildarhringinn. Þarna á svæðinu hafa verið tíu eldgos á tæpum fjórum árum. Það er ótrúlegt að sjá og upplifa í þessum aðstæðum, báta koma inn til Grindavíkur með afla, bæ sem er búin að vera í eyði í meira en ár. Bláa lónið, færir bara bílastæðin, finnur pláss fyrir ferðamennina til að njóta og upplifa heitt lón undir stóri kviku. Meðan Svartsengi orkuverið við hliðina, færir rafmagn og yl til tíu prósent íbúa lýðveldisins. Auðvitað kraftaverk, þar sem ýtustjórar og hraunkælingamenn hafa gert þetta mögulegt, með stuðning ríkistjórnar og fólksins í landinu.





Reykjanes 08/01/2025 : A7R IV, A7C R – FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson