Íshellar í Breiðamerkurjökli

Hrun í íshelli; Einn látinn, tveggja saknað

Veggur við innganginn í íshelli í Breiðamerkurjökli í Vatnajökli hrundi í gær, sunnudag, þegar hópur 25 erlendra ferðamanna var að koma út úr hellinum. Einn var úrskurðaður látinn á staðnum og tveggja er enn saknað daginn eftir slysið. Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og vinna á vöktum við leitina. Breiðamerkurjökull er 350 km austur af Reykjavík, nálægt Jökulsárlóni, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands. Um 25 fyrirtæki bjóða upp á leiðsögn um íshellana í Breiðamerkurjökli allt árið um kring. Þetta er ný þróun, því fyrir nokkrum árum var íshellaferðatíminn frá desember til mars, þegar það er 100% öruggt að heimsækja hellana. Ferðafyrirtækin hafa síðustu árin boðið upp á ferðir, jafnvel á sumrin, þegar það er ekki öruggt. Allt til að græða meira og vegna þrýstings frá erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland á sumrin.

Íshellar í Breiðamerkurjökli

Breiðamerkurjökull 25/08/2024 : A7R III, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson

  • Shopping cart0
    There are no products in the cart!
    Continue shopping
    0