– segir Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Hannarr ehf.
Sigurður Ingólfsson verkfræðingur, eigandi ráðgjafaþjónustunnar Hannarr ehf., segir eitt af því sem Hannarr hefur unnið að sé þjónusta við uppbyggingu minni vatnsaflsvirkjana. Sú þjónusta felst í úttekt á aðstæðum, arðsemisútreikningum á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum – viðskiptaáætlun, samskipti við opinbera aðila, leit að eða samningum um virkjunarbúnað, hönnun virkjunar, stjórnun framkvæmda og eftirliti og aðstoð við gerð samninga um orkusölu. Á heimasíðunni, www.hannarr.com, er sérstakt reiknilíkan fyrir útreikninga á afli virkjunar og stærð aðfallsröra. Þarna er líka að finna upplýsingar um hvers vegna smávirkjanir eru áhugaverður kostur. Lítið hefur verið gert til þess að nýta þau verðmæti sem liggja í litlum vatnsföllum um allt land, en það er jafn hagkvæmt og áður að virkja þau, eða jafnvel hagkvæmara, og vatnsföllin eru þarna enn.
,,Efnahagshrunið gerði tímabundið út af við hugmyndir manna um minni vatnsaflsvirkjanir, en nú má búast við að þær verði skoðaðar upp á nýtt vegna hækkandi verðs á raforku, sem gerir þessar virkjanir aftur hagkvæmar fyrir orkubóndann, að ekki sé minnst á hag þjóðfélagsins alls,“ segir Sigurður Ingólfsson.
-GG