Hjónin Margréti Kristjánsdóttur og Thor Jensen í listaverki eftir Helga Gíslason í Hallagarðinum við sunnanvert húsið

Hús Margrétar & Thors

Eitt fallegasta hús í Reykjavík stendur við Fríkirkjuveg 11, við Reykjavíkurtjörn í Hallargarðinum. Bygginging var byggð af þeim hjónunum Margréti Kristjánsdóttur og Thor Jensen árið 1908. Thor var þúsundþjalasmiður, kaupmaður, bóndi, og einn stærsti útgerðarmaður landsins á millistríðsárunum. Hjónin eignuðust 12 börn, þar af einn forsætisráðherra Ólaf Thors. Húsið sem var hugarsmíð Thors sem var teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt, og sérsniðinn viðurinn kom alla leið frá konungsríkinu Svíþjóð. Yfirsmiður var Steingrímur Guðmundsson. Húsið var með vatns- og rafmagnslögn, það fyrsta á Íslandi þótt hvorki væri komin vatns- eða rafmagnveita í höfuðborginni. Fjölskyldan bjó í húsinu til 1942, þegar Góðtemplarareglan kaupir það undir sína þurru starfsemi. Reykjavíkurborg kaupir síðan bygginguna árið 1963 undir æskulýðsstarfsemi, og selur síðan árið 2008 til Kristínar Ólafsdóttur og Björgólfs Thors Björgólfssonar barnabarns Margrétar og Thors, sem gera upp húsið af miklum myndarskap. 

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 bakatil, glittir í Kvennaskólan til hægri, byggður rétt á eftir
Við húsið sunnanvert er þessi fallegi áttaviti
Thor Jensen í inngangi húsins
Garðhýsi við Fríkirkjuveg í Hallargarðinum

25/03/2023 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0