Austur hlið hússins

Hús & Saga

Árið 1848, fær Hafnarstræti í Kvosinni í Reykjavík sitt nafn, en áður hafið stígurinn í fjörukambinum verið nefndur Strandgatan eða Reipslagarabraut eftir geymsluhúsi fyrir kaðla sem stóð þarna í flæðarmálinu í Reykjavík. Húsið Zimsen var byggt í áföngum á lóðinni Hafnarstræti 21, og lokið árið 1899, en elsti hluti húsins er miklu eldri eða frá 1835. Húsið var síðan flutt og gert upp árið 2007, þegar Minjavernd og Reykjavíkurborg finna húsinu framtíðarstaðsetningu, skammt frá Hafnarstrætinu við Grófartorg að Vesturgötu 2, ská á móti Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús. Í dag eru þarna skrifstofur á efstu hæð, kaffihús og bókabúð í götuhæð, og úrvals veitingastaður á jarðhæð. Nútíma hús, sem á stutt í að verða 200 ára, það er að segja elsti hluti hússins. 

Mynd tekin frá Lækjartorgi árið 1903, Zimsenhúsið lengst til hægri, Thomsen Magasín til vinstri. (óþekktur ljósmyndari)
Bakhlið Zimsen hússins frá Vesturgötunni

 

Reykjavík : 06/10/2022 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0