Stofan á Gljúfrasteini

Hús skáldsins

Halldór Laxness (1902-1998) er án efa stærsta skáld íslands á 20. öldinni. Hann er eini íslenski rithöfundurinn sem hefur fengið Bókmenntaverðlaun Nóbels, þau fékk hann árið 1955. Tíu árum áður hafði skáldið reyst sér hús, Gljúfrastein, fyrir sig og fjölskyldu sína við Laxnes í Mosfellsdal, þar sem hann ólst upp, 20 km / 12 mi frá Reykjavík. Árið 2002 kaupir íslenska ríkið Gljúfrastein, en áður hafði fjölskylda skáldsins gefið allt innbú Gljúfrasteins. Tveimur árum síðar, 2004 er opnað þarna safn til minningar um skáldið. Gljúfrasteinn var bæði heimili og vinnustaður Halldórs og fjölskyldu hans í meira en hálfa öld. Húsið og vistarverur eru látin haldast óbreytt. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 10 til 16. 

Gljúfrasteinn
Bækur Halldórs hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum, hér er bara brotabrot af útgefnum bókum eftir Laxness
Bókasafn skáldsins á vinnustofunni
Halldór og Auður Laxness eiginkona hans með Nóbelsskjalið í Stokkhólmi árið 1955

Mosfellsbær 15/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.8/14mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0