Gamli og nýi tíminn, gangurinn milli Alþingishússins og Skálans. Kringlan sést til hægri, byggð 1908

Hús þjóðarinnar, Alþingishúsið

Alþingishúsið við Austurvöll var reist á árunum 1880 til 1881. Síðan hafa tvær viðbyggingar verið reistar við húsið, Kringlan árið 1908, og Skálinn árið 2002. Það var á Alþingi 1867 sem samþykkt var á Alþingi að reisa í Reykjavík alþingishús úr íslenskum steini til að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar árið 1874. Það var þó ekki fyrr en 1879 á Alþingi, sem samþykkt er fjárveiting til að byggja hús sem yrði ekki bara Alþingishús, heldur líka hús undir söfn landsins og æðri menntastofnanir.. Ferdinand Meldahl, forseti Listaháskólans í Kaupmannahöfn og húsasmíðameistari var falið að teikna húsið, sem átti eftir miklar deilur að standa, ekki á Arnarhóli, því þar nytjaði Hilmar Finsen landshöfðingi tún, heldur í bakarabrekkunni, þar sem nú er Bankastræti 7. Haustið 1879 er grafinn grunnur í Bankastræti, en þegar yfirsmiðurinn F.Bald kemur til landsins vorið 1880 til að byggja Alþingishúsið ásamt fríðu föruneyti steinhöggvara frá Borgundarhólmi, leggst hann þvert á að reisa húsið þarna í hallanum, svo það verða aftur deilur um staðsetninguna. Að lokum er keyptur kálgarður Halldórs Kr. Friðrikssonar alþingismanns og yfirkennara fyrir metfé, en kálgarðurinn var vestan við Dómkirkjuna. Grjótið í Alþingishúsinu var tekið úr Þingholtunum, þar sem nú er Óðinsgata.

 

Alþingishúsið Austurvöll, í desember 2022, við hlið Dómkirkjunnar sem var reist 1796, 85 árum á undan Alþingishúsinu
Forseti Alþingis Birgir Ármannsson á skrifstofu sinni, sem var skrifstofa Forseta Íslands, frá 1941 til 1971. Birgir hefur setið á þingi í 19 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Vér mótmælum allir, málverk eftir Gunnlaug Blöndal, af þjóðfundinum 1851. Jón Sigurðsson Forseti stendur gráklæddur til hægri. Málverkið hangir uppi í anddyri Alþingishússins, en atburðurinn var vítamínsprauta í sjálfstæðisbaráttu íslendinga.

 

þingsalurinn, en á Alþingi íslendinga sitja 63 þingmenn

Reykjavík 19/12/ 2022 : A7RIV, A7C, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0