Hér er líklega einn mikilvægasti salur Alþingishússins, við hliðina á þingsalnum. Hér sættast menn og takast á, fyrir ræður og atkvæðagreiðslur

Hús þjóðarinnar, Alþingishúsið II

Alþingishúsið er vígt við þingsetningarathöfn þann 1. júlí 1881, og heldur fyrsti landshöfðinginn frá 1873 til 1882, Hilmar Finsen (1824-1886) vígsluræða eftir messu í Dómkirkjunni. Eftir að Hilmar lét af störfum sem landshöfðingi ári síðar, varð hann borgarstjóri höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar til dauðadags. Í ræðunni segir hann; ,, … og stendur það nú sem hið skrautlegasta og öruggasta hús er nokkurn tíman hefur verið reist á Íslandi, landi og lýð til sóma… og hafi Alþingi Íslendinga í samverknaði við stjórnina haft vilja og dug til að framkvæma eins fagurt og stórkostlegt verk.” En Alþingishúsið þykir minna nokkuð á, þótt smærra í sniðum á Medici-Riccardi höllina í Flórens, byggða árið 1444, með sínum grófhöggna steini, umbúnaður bogaglugga og framstæðri þakbrún. Enda var ekkert til sparað, veggir Alþingishússins eru 80 cm á þykkt neðst, og í holrýminu á milli er fylling af kalki, sandi og sementi. Efst eru þeir rúmlega helmingi þynnri. Eftir fáeina daga, hefur þetta merka hús þjónað þjóðinni vel, í 132 ár, með þrjá Landshöfðingja, og 33 Forsætisráðherra allan þennan tíma.

 

Alþingishúsið, lengst til vinstri séð frá Tjörninni í desember birtunni
Alþingismenn fyrri tíma prýða veggi Alþingishússins
Eitt af mörgum fundarherbergum hússins
Matsalur starfsmanna og alþingismanna í nýju viðbyggingunni, Skálanum byggðum 2002

Reykjavík 19/12/ 2022 : A7RIV, A7C, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0