Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru 51.865 hross á landinu. Flest á Suðurlandi. Landnámsmenn komu með búfénað með sér frá Evrópu, meðal annars úrval gæðinga. Hrossin sem þeir komu með voru af ýmsum uppruna, þó aðallega germönskum. Þrátt fyrir að íslenski hesturinn hafi verið af blönduðu kyni í upphafi, er þó skyldastur norska lynghestinum sem er ættaður austan úr Mongólíu. Hefur kynið þróast síðan á 11. öld án blöndunar við aðra hestastofna, og haldið eiginleikum sem hafa tapast hjá öðrum hestakynum. Íslenski hesturinn hefur yfir 40 grunnliti. Hann hefur á þessum þúsund árum, aðlagast vel að náttúru og íslensku veðurfari. Þegar ekið er um landið, sérstaklega á veturnar eru þeir oft einu skepnurnar sem maður ber augum. Fallegir og hluti af landinu og landslaginu árið um kring. Icelandic Times / Land & Saga safnaði saman nokkrum myndum, sem sýna þessa fallegu gripi í sátt við land, veður og menn.









Ísland 18/02/2024
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson