Hvalvatn í enda Hvalfjarðar er mjög fallegt vatn sem og umhverfi þess. Hvalvatn er annað dýpsta stöðuvatn Íslands, 4,1 km_ að fl atarmáli. Það er 180 m djúpt þar sem dýpst er mest, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli. Leiðinn frá Uxahryggjavegi að vatninu er seinfarin og ekki fært slyddujeppum. Hvalfell er framan við vatnið á myndinni í stórbrotnu og fallegu umhverfi , en fjallið sem rís sunnan megin upp frá vatninu eru Botnssúlur. Botnsá rennur úr Hvalvatni til sjávar í Hvalfirði.
Það eru 2 tegundir af bleikju í vatninu, og getur önnur þeirra orðið gríðarstór. Heyrst hefur af fiskum allt að 12 pundum á stærð, en hin bleikjutegundin er töluvert minni. Botnssúlur er vinsæl fyrir göngugarpa, þar er þyrping móbergstinda sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Öll eiga þær það sameiginlegt að vera á milli Botnsdals í Hvalfirði og Þingvalla og eru í svipaðri hæð. Einnig er dalur á milli súlnanna sem heitir Súlnadalur. Leiðin á milli Þingvalla og Botnsdals heitir Leggjabrjótur en það er fræg gönguleið. Ljósmynd og texti: Steini Píp.