Í yfir sjötíu ár hefur Nauthólsvík í Fossvogi verið aðalbaðstaður Reykvíkinga. Þarna í víkinni renna saman heitt hitaveituvatn og kaldur sjór, í manngerðavík sem minnir meira á Miðjarðarhafið, á degi eins og í dag. Það var óvenju heitt í höfuðborginni í dag, og sjávarhitinn er komin í tveggja stafa tölu á celcius. Reykjavíkurborg hefur byggt upp frábæra aðstöðu, fyrir þá sem vilja nóta að leggjast í sund, sólasig, eða bara spila blak og grilla eftir góða lotu. Og fyrir utan í Fossvogi sigla skjænur sem keppa við sílamáfa og seli, hver fer hraðast í logninu.
Reykjavík 29/05/2022 14:04 – 16:17 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson