Túlka- og þýðingarþjónusta á 59 tungumálum
Inter Cultural Iceland, ICI, tekur að sér að útvega túlka og þýðingar á 59 tungumálum. „Túlkarnir okkar hafa þurft að búa á Íslandi í fimm ár og eru allir búnir að fara á námskeið fyrir verðandi túlka sem samsvara 17 kennslustundir þeirra að kostnaðarlausu. Eftir það fara þeir í símenntun og endurmenntun. Þetta er endalaus þjálfun sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Angélica Cantú Davila, verkefnastjóri túlkaþjónustu. ICI er með 165 túlka á skrá, bæði íslenska og erlenda.
InterCultural Iceland
Á námskeiðum ICI er farið nákvæmlega yfir siða-og vinnureglur túlka, hlutleysi og framkomu og hegðun túlks er æfð með hutverkaleikjum. Einnig er fjallað ítarlega um álitamál sem upp kunna að koma við túlkun. Á námskeiðum eru túlkarnir beðnir um að þýða skjöl sem notuð eru á ýmsum stöðum og fulltrúar frá stöðum eins og greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, þjónustumiðstöðvar, lögreglu, menntasvið, kvennaathvarf koma með erindi um mikilvægi að túlka rétt og hugtök sem oftast eru notuð á þessum stöðum.
Angélica Cantú Davila
Allir túlkar ICI hafa skrifað undir þagnareiðm hafa skrifað undir siðareglur túlka og skilað inn sakavottorði frá Íslandi.
„Við erum með hugtakalista með fleiri hundruð hugtökum á mismunandi sviðum og má þar nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, þjónustumiðstöðvar, greiningarstöðvar og lögregluna.
„Túlkarnir þurfa að hafa hugtök sem tengjast þessum sviðum á hreinu enda eru þetta ekki hugtök sem notuð eru á hverjum degi nema á þessum sviðum. Við sendum ekki túlka sem ræða ekki við verkefnin heldur sendum við vel þjálfaða túlka og höfum frekar hafnað verkefni ef við teljum túlkinn ekki vera tilbúinn að takast á við hið óvænta.“
InterCultural Iceland
Síðumúli 1
108 Reykjavík
Sími: +354 5179345
Fax: +354 5776345
[email protected]
www.ici.is
Neyðarsími túlkaþjónustu utan skrifstofutíma: 893 6588