Íshellir

Íshellar heilla

Það er fátt fegurra en fara undir jökul, inn í íshelli og sjá og upplifa einstakt samspil birtu og kyrrðar. Ef maður fær tækifæri að vera einn… því þúsundir manna fara á hverjum degi í þá fáu íshella sem eru aðgengilegir í Vatnajökli ár hvert. Enda einstakir. Árið 2024 fóru 286 þúsund manns, í jöklagöngur, og íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði. Frá og með 1. maí og langt fram á vetur er þessi einstaki heimur lokaður. Því með hækkandi hita, þegar sólin er hátt á lofti, og bráðnun mikil er hættulegt að fara inn, eða vera í nágrenni við íshella, þeir geta hrunið. Enda verk náttúrunnar sem við stjórnum ekki. Ísinn í hellunum sem er aðgengilegur núna, er frá úrkomu sem féll fyrir tæpum 1200 árum, þegar fyrstu landnemarnir námu hér land… það þótti mér magnað að heyra, frá fjallaleiðsögumanni í æpandi þögninni undir Vatnajökli. 

Íshellir 2019
Íshellir í Vatnajökli
Íshellir í Vatnajökli
Íshellir í Vatnajökli
Íshellir
Íshellir
Jökulsárlón og Austur Skaftafellsýsla

Myndir & texti : Páll Stefánsson
Austur-Skaftafellssýsla 16/04/2025 – RX1R II, A7R III :  FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z