Verið að kasta fyrir silung í Hamarsvatni rétt utan við Reykjavík í morgun

Ísland kalt land? 

Er kalt á Íslandi? Já og nei. Það er allavega aldrei hlýtt. Ef maður kíkir á hitastigið í fjórum borgum sem liggja allar á sömu norðlægu breiddargráðunni, þeirri 64°N. Kemur þá í ljós að Reykjavík er sumarköld en vetrarheit borg. Hinar borgarnir eru Fairbaks í Alaska, Yakuts í Rússlandi og Nuuk höfuðborg Grænlands. Tölurnar eru fengnar frá vefsíðu Weather Averages. Í janúar er meðalhitinn í Reykjavík 3°C og 13 rigningardagar, Köldust er Yakusk en meðalhitinn í janúar er þar -36°C og snjóar 1 dag í mánuðinum. Hitinn í Fairbanks í janúar eru -18°C og þar snjóar að meðaltali í tvo daga. Meðalhitinn í Nuuk í janúar er -4°C og snjóar 10 daga í mánuðinum. Hitinn í júlí er mjög svipaður í Nuuk og Reykjavík, 13°C  í Nuuk og 14°C í Reykjavík, en það eru fleiri rigningardagar hér, 14 að meðaltali miðað við 10 á Grænlandi. Heitast af þessum fjórum borgum er í köldustu borginni, Yakuts, en meðalhitinn í júlí er 26°C, það er semsagt 62°C gráðu munur á sumri og vetri þarna austur í Síberíu. Munurinn er 11°C í Reykjavík. Það rignir að meðaltali í sex daga í júlí í Yakutsk, þremur dögum færri en í Fairbanks, en hitinn þar er í júlí 23°C að meðaltali.

Hestamenn við Rauðhóla í veðurblíðunni í morgun, enda annar dagur sumars í dag

Reykjavík 22/04/2022 10:34 – 11:41 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0