Kvöldbirta

Íslensk sumarsæla

Það jafnast fátt á við íslenskt sumar þegar veðrið leikur við landann. Endalaus birta þar sem dagar og nætur renna saman. Það er bjart framundan, Veðurstofa Íslands spáir ágætu veðri næstu daga, sérstaklega fyrir norðan og austan, sem hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af sumrinu. Land & Saga skrapp upp í Kjós, nánar tiltekið við Meðalfellsvatn, í sunnanverðum Hvalfirði. Afraksturinn er meðfylgjandi myndasería, þar sem sumarið leikur aðalhlutverkið. Sannkölluð íslensk sumarsæla.

Morgunsigling á Meðalfellsvatni, klukkan ekki orðin átta
Áratökin æfð
Miðnæturbirta
Morgunstund við Meðalfellsvatn
Sólstafir
Hvönn í kvöldsól
Miðnætursólin gyllir Meðalfellsvatn
Á miðnætti
Lagt á stað í hjólreiðakeppni umhverfis Meðalfell, hjólaðir voru á annað hundrað kílómetrar, en hringirnir kringum fjallið voru sex.

Meðalfellsvatn 08/07/2024 : A7R IV, RX1R II, A7C R – 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson