Minnsta höfnin á höfuðborgarsvæðinu er í næst stærsta bæjarfélagi á Íslandi, Kópavogi. Í morgun var þar stríður straumur að vörubílum að sturta snjó sem ruddur hefur verið af götum og göngustígum í höfnina. Hafnarsvæðið sem er vestast á Kársnesinu er í mikilli uppbyggingu og endurnýjun. Þarna á nesinu á að skapa hlýlegt nútímalegt hverfi í bland við gömlu byggðina. Fyrir áhugasama um inn og útflutning eru hér upplýsingar um gjaldskrá Kópavogshafnar. Ódýrast er á hvert tonn af kolum, korni, salti, áburði og úrgangi til endurvinnslu, 237 kr. Bensín, lýsi og fiskimjöl kostar 291 kr á tonnið. Það kostar 485 kr á þungavarning eins og sekkjavöru, járn og stál, veiðarfæri, land- og sjávarafurðir, ávexti, óáfenga drykki, niðursoðin matvæli og hráefni til byggingaframkvæmda. Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í gjaldskrá 1 til 3, kostar það 1.226 kr á tonnið að fara um Kópavogshöfn.
Kópavogur 16/02/2022 09:35-10:34 – A7R III – A7C : FE 1.4/24mm GM – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson